Framkvæmdastjórn

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor

Viðar tók við starfi forstjóra Valitor sumarið 2010 en áður hafði hann gegnt forstjórastöðu  fasteignafélagsins Reita. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu,  jafnt úr fjármálageiranum sem rekstrarfélögum. Hann var um árabil svæðisstjóri og útibússtjóri Landsbanka Íslands og hefur gegnt stjórnunarstöðum hjá rekstrarfélögunum Vodafone og 365. 

Viðar lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og M.B.A. gráðu frá Peter F. Drucker Management Center í Bandaríkjunum árið 1993. 

 

Kristján Þór Harðarson, Valitor Issuing Solutions

Kristján tók við stöðu framkvæmdastjóra Valitor Issuing Solutions í nóvember 2018. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Valitor á Íslandi. Kristján hóf störf hjá Valitor sem framkvæmdastjóri Markaðsmála og viðskiptaþróunar árið 2008 og síðar framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs. Kristján sat í framkvæmdastjórn Spron á árunum 2001 til 2008.

Hann lauk B.Sc. prófi í markaðsfræðum og M.A. prófi í alþjóðamarkaðsfræðum frá University of Alabama í Bandaríkjunum.

 

Sigurður Ingvar Ámundason, Vöruþróun og rekstur

Sigurður hóf störf hjá Valitor árið 2007 sem tölvunarfræðingur við þróun á viðskiptalausnum Valitor en tók við sem framkvæmdastjóri Vöruþróunar og nýsköpunar í ársbyrjun 2013. Áður starfaði hann sem tölvunarfræðingur hjá Maritech. 

Sigurður lauk B.Sc. prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006.

 

Birkir Jóhannsson, Fjármál og mannauður

Birkir gekk til liðs við Valitor sem framkvæmdastjóri Fjármála og mannauðs í  mars 2015. Áður starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf á fjárfestingarbankasviði Arion banka árin 2010-2015.  Þar áður starfaði Birkir hjá Lögmönnum Höfðabakka og Landsbanka Íslands.

Birkir er með MCF gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík auk þess er hann lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Birkir hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur réttindi sem  héraðsdómslögmaður.

 

Halldór Bjarkar Lúðvígsson, Valitor Omni-Channel Solutions

Halldór tók við stöðu framkvæmdastjóra Valitor Omni-Channel Solutions í nóvember 2018. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Valitor Direct Channel. Halldór hafði þá setið í stjórn Valitor frá árinu 2014. Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka frá árinu 2011. Á árunum 2010 til 2011 var Halldór framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Arion banka. Árið 2009 vann hann fyrir skilanefnd Kaupþings sem framkvæmdastjóri yfir eignasafni bankans á Norðurlöndum. Á árunum 2005 til 2008 starfaði Halldór á útlánasviði Kaupþings banka þar sem hann bar ábyrgð á útlánum á Norðurlöndunum. Á tímabilinu frá 1992 til 2005 gegndi Halldór ýmsum stjórnunarstöðum, lengst sem forstjóri Maritech A/S, alþjóðlegs fyrirtækis sem selur tæknilausnir til sjávarútvegsfyrirtækja. Halldór hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja hér á landi og erlendis.

Halldór útskrifaðist með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og sem vélaverkfræðingur frá sama skóla árið 1991. Halldór er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum.

 

Camilla Sunner, framkvæmdastjóri, Valitor SMB Solutions

Camilla tók við stöðu framkvæmdastjóra Valitor SMB Solutions í nóvember 2018. Hún gekk til liðs við Valitor í mars 2017 sem framkvæmdastjóri Global Partnership. 

Camilla starfaði áður hjá Barclaycard þar sem hún hóf störf árið 2009. Frá 2011-2013 stýrði hún einstaklingsviðskiptum og frá 2014 starfaði hún sem yfirmaður  greiðslunets. Skrifstofa Global Partnership er staðsett í London.

Camilla útskrifaðist með meistaragráðu í efnaverkfræði árið 1999 frá Tækniháskólanum í Lundi.

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.