Öryggismál

Valitor fær alþjóðlega PCI - DSS öryggisvottun

Valitor, fyrst íslenskra fjármála- og greiðslukortafyrirtækja, hefur hlotið alhliða PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun sem er sérstaklega ætlað að vinna gegn þróun á kortasvikum. Alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin gera í dag þá kröfu að öll fyrirtæki, sem meðhöndla, vista, senda eða móttaka greiðslukortaupplýsingar, vinni í samræmi við kröfur þessa  staðals.

Innleiðing PCI  DSS öryggisstaðalsins hjá Valitor tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins, færsluhirðingar jafnt sem útgáfu. 

Upplýsingaöryggisstefna Valitor tekur mið af lögum og reglugerð um persónuvernd, tilskipun Evrópusambandsins um persónuvernd og viðkomandi öryggisstöðlum. Jafnframt er stefnan í fullu samræmi við reglur Persónuverndar um öryggi persónuupplýsinga og leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlits um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila.


Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.