Frétt

09.10.2018|

Laust starf

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneytið okkar í Dalshrauni í Hafnarfirði.

Vilt þú vinna í metnaðarfullu umhverfi og fá útrás fyrir sköpunargleði þína?

Valitor er lifandi og skemmtilegt fyrirtæki sem leitar að kraftmiklum einstaklingi sem elskar matreiðslu.

Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi og enn betra samstarfsfólk.

 

Um er að ræða fullt starf frá kl 8:00 - 15.00.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Undirbúa salatabar fyrir hádegismat
  • Frágangur og uppvask
  • Veitingar fyrir fundi
  • Aðstoða matreiðslumenn

 

Hæfniskröfur:

  • Þekking og reynsla í eldhúsi er góður kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og metnaður
  • Færni í samskiptum
  • Íslenskukunnátta er æskileg
  • Stundvísi og reglusemi

 

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2018.

 

Umsókn

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl Emil Pálmason, yfirmatreiðslumaður, sími 525-2000

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.