Frétt

13.09.2018|

Tímabundið starf í posaþjónustu

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf í posaþjónustu hjá Valitor Íslandi.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst og starfað fram í mars 2019 og jafnvel lengur. 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Þjónusta söluaðila með posa
  • Uppsetning posa
  • Skráning og skil á posum fyrir söluaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla og brennandi áhugi á tæknimálum
  • Iðnmenntun eða próf í raf- eða tæknigreinum er kostur
  • Samstarfs- og aðlögunarhæfni, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.