Frétt

06.07.2018|

Sýslumaður hafnar kröfu um kyrrsetningu eigna Valitor

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitor. Ákvörðunin kemur ekki óvart enda telur Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Er þetta í annað sinn sem sýslumaður hafnar kyrrsetningarkröfu sömu aðila, auk þess sem héraðsdómur hefur staðfest þá niðurstöðu.

Vert er að benda á að langstærstur hluti krafna framangreindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP*. Það félag hefur aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við Valitor og aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu. Valitor hefur frá upphafi talið að enginn grundvöllur sé fyrir kröfugerð SPP og hefur því ítrekað hafnað henni. Auk þess er vert að minna á að enginn dómur hefur fallið um kröfugerð SPP. 

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.