Frétt

26.04.2018|

Sölustjóri á fyrirtækjasviði

Valitor auglýsir laust til umsóknar starf sölustjóra á fyrirtækjasviði. Sölustjóri ber ábyrgð á stýrir söluteymi fyrirtækjasviðs og heyrir undir framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Hann er hluti af teymi sem hefur að markmiði að þróa vörur og lausnir fyrirtækjasviðs til að mæta kröfum á markaði sem er að taka örum breytingum. Við leitum að árangursdrifnum einstaklingi sem á auðvelt með að hrífa fólk með sér, fagnar sigrum og er alltaf til í að gera betur. 

Starfslýsing: 

 • Skipulag og ábyrgð á sölumálum fyrirtækjasviðs
 • Dagleg stýring á sölumálum
 • Viðhalda og efla tengsl við viðskiptavini
 • Söluáætlanir og árangursmælingar
 • Ber ábyrgð á tilboðsgerð og útreikningum
 • Greining sölutækifæra
 • Þátttaka í vöruþróun

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á sviði viðskipta
 • Reynsla af sölustjórnun
 • Mikill þjónustuvilji og færni í myndum viðskiptatengsla
 • Rík krafa er gerð um þekkingu á Microsoft Office 
 • Þekking á færsluhirðingu kostur
 • Haldbær þekking á algengustu viðskiptalausnum söluaðila
 • Árangursdrifni og vilji til framkvæmda

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí nk.

Umsókn og nánari upplýsingar

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.