Frétt

05.04.2018|

Laus sumarstörf

Sumarstarf í endurkröfum

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf í endurkröfum hjá Valitor Acquiring Solutions.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst og starfað út sumarið.

Starfssvið: 

 • Sinna endurkröfumálum fyrir söluaðila
 • Úrvinnsla fyrirspurna og athugasemda frá söluaðilum og erlendum samstarfsaðilum

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Mjög gott vald á íslensku og ensku er nauðsynlegt
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð
 • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
 • Jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

--------------------------------------------------------------

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf í posaþjónustu hjá Valitor Íslandi.

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst og starfað út sumarið.
 
Starfs- og ábyrgðarsvið:
 • Þjónusta söluaðila með posa
 • Uppsetning posa
 • Skráning og skil á posum fyrir söluaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Reynsla og brennandi áhugi á tæknimálum
 • Iðnmenntun eða próf í raf- eða tæknigreinum er kostur
 • Samstarfs- og aðlögunarhæfni, jákvæðni og þjónustulund er nauðsynleg
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

--------------------------------------------------------------

Laganemi í sumarstarf

Valitor óskar eftir að ráða laganema í sumarstarf. Starfið tilheyrir lögfræðisviði Valitor sem sinnir lögfræðiráðgjöf fyrir öll svið fyrirtækisins.

Um er að ræða verkefni sem felast aðallega í skjalastjórnun og gagnaöflun þar sem reynir á sjálfstæði og frumkvæði.

Viðkomandi fær tækifæri til að kynnast starfi og verkefnum lögfræðisviðsins og mun heyra undir yfirlögfræðing.

Hæfniskröfur:

 • Nemi í grunn- eða meistaranámi í lögfræði
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
 • Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
 • Frumkvæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

Til baka