Frétt

24.03.2018|

Valitor varar við svikapóstum

Valitor vill vara við svikapóstum sem sendir hafa verið í dag í nafni Valitor. Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Valitor biður aldrei um slíkar upplýsingar í tölvupósti. Best er að eyða póstinum strax.
Vert er að taka fram að Valitor hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svikapósta til almennings.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.