Frétt

20.03.2018|

Laust starf

Kerfisstjóri

Valitor leitar að framúrskarandi kerfisstjóra í notendaþjónustu Valitor.

Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna. Valitor starfar á alþjóðlegum vettvangi í nánu samstarfi við fjártæknifyrirtæki (fintech) í fremstu röð. Um 350 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á starfsstöðvum þess á Íslandi, Danmörku og Bretlandi.

Valitor er í örum vexti og í miklu umbreytingarferli og meðal verkefna má nefna innleiðingu af töluverðu magni útstöðva og símtækjum frá dótturfyrirtækjum erlendis frá. Valitor vinnur náið með stórum tæknifyrirtækjum eins og Microsoft WE Consulting Services, IBM, BMC og fleirum.

Hjá okkur starfar framúrskarandi tæknifólk sem er í fremstu röð í sínu fagi og nú leitum við eftir fleirum í þann hóp til þess að taka þátt í þessu skemmtilega ferðalagi með okkur.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.