Frétt

09.01.2018|

Laus störf hjá Valitor

Kerfisstjórar

Störf kerfisstjóra eru laus til umsóknar hjá Valitor.

Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna.

Valitor starfar á alþjóðlegum vettvangi í nánu samstarfi við fjártæknifyrirtæki (fintech) í fremstu röð. Um 350+ starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á starfsstöðvum þess á Íslandi, Danmörku og Bretlandi.

Við erum í örum vexti og í miklu umbreytingarferli.

Valitor rekur gagnaver á Íslandi, í Danmörku og í Bretlandi. Í þessum gagnaverum eru nokkur hundruð netþjónar bæði Linux og Windows. Valitor nýtir sér jafnframt skýjaþjónustur, úthýstar rekstrarþjónustur og margt fleira. Verðir þú fyrir valinu verður þú hluti af fjölþjóðlegu teymi um 20 sérfræðinga sem reka gagnaver og þjónustur Valitor og tengdra félaga 24 x 7.

Hjá okkur starfar framúrskarandi tæknifólk sem er í fremstu röð í sínu fagi og nú leitum við eftir hæfileikaríkum kerfisstjórum í hópinn.

Viðkomandi þarf m.a. að búa yfir:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Menntun sem nýtist í starfi og vilji til að læra er mikill kostur
  • Færni í ensku nauðsynleg - færni í íslensku kostur (en ekki skilyrði)
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna undir álagi

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.