Frétt

08.01.2018|

Laust starf hjá Valitor

Sérfræðingur í viðskiptagreind

Valitor óskar eftir að ráða sérfræðing í viðskiptagreind.

Viðskiptagreindarumhverfi Valitor byggir að mestu leyti á Microsoft lausnum og SAP Business Objects.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á greiningu og hagnýtingu gagna og að útfæra lausnir sem auka skilvirkni og yfirsýn.

Helstu verkefni

 • Þróun, rekstur og uppbygging á vöruhúsi gagna fyrir Valitor samstæðuna
 • Þróun og uppbygging viðskiptagreindarlausna Valitor
 • Framsetning upplýsinga með aðstoð verkfæra á borð við SAP Business Objects, Microsoft Reporting Services og Power BI
 • Þarfagreining og skjölun

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla á gagnagrunnum og uppbyggingu á vöruhúsi gagna
 • Reynsla af þróun og rekstri í SQL Server Integration Services
 • Reynsla af skýrslugerð í SAP Business Objects, Microsoft Reporting Services, Excel og/eða Power BI
 • Reynsla og smíði OLAP kubba í SQL Analysis Services er kostur
 • Reynsla af notkun Microsoft Azure viðskiptagreindar lausna er kostur
 •  Jákvæðni, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.