Frétt

27.07.2017|

Valitor varar við svikatölvupóstum

Valitor hefur orðið vart við tilraunir óprúttinna aðila til kortasvika þar sem korthafar eru beðnir um að opna link í tölvupósti og gefa upp allar kortaupplýsingar auk Verified by Visa númers sem korthafar fá sent í SMS.  Valitor vill að þessu tilefni vara fólk eindregið við svona tölvupóstum því þetta er mjög þekkt aðferð til að blekkja fólk.
Tölvupóstar sem um ræðir núna eru sendir út með vörumerkjum þekktra fyrirtækja, jafnt innlendum sem erlendum, og því fyllsta ástæða til að vera á varðbergi. Oft er verið að tilkynna í þessum póstum um að korthafar eigi von á endurgreiðslum eða um einhverskonar þjónusturöskun sem kallar á umsvifalausa aðgerð.

Af þessum sökum viljum við biðja korthafa að hafa eftirfarandi í huga:

Korthafar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp Verified by VISA öryggisnúmer sem sent er
        GSM síma þegar boð um endurgreiðslu berast. Enda er ekki þörf á því númeri þegar gerð er
        endurgreiðsla heldur á þetta númer aðeins við þegar korthafar eru sjálfir að versla á netinu.
Korthafar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp þriggja stafa öryggisnúmer sem er aftan á
        kortunum þegar um endurgreiðslur er að ræða. Korthafar sem fá boð um inneign hjá söluaðila ættu í öllum
        tilfellum að hafa samband við viðkomandi aðila til þess að fá upplýsingar um inneign og passa að gefa engar
        upplýsingar upp fyrr en staðfesting liggur fyrir.
Varast pósta á lélegri íslensku. Erlend fyrirtæki senda venjulega allt á ensku.
Ekki opna hlekki í tölvupóstum sem þú kannast ekki við.
Korthafar sem gefa upp allar öryggisupplýsingar í tengslum við kortið til rangra aðila geta átt á hættu að
        bera sjálfir hugsanlegt tjón.
 
Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.