Frétt

20.07.2017|

Valitor og Frjálsíþróttasamband Íslands í samstarf

Valitor og Frjálsíþróttasamband Íslands hafa undirritað nýjan samstarfssamning til næstu fjögurra ára eða fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.  Samstarf Valitor og FRÍ hefur staðið nær óslitið síðastliðin  30 ár og á tímabilinu hefur Valitor einnig stutt við bakið á afreksmanna á borð við Jón Arnar Magnússon, Völu Flosadóttur, Þóreyju Eddu Elísdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur.

Markmið Valitor og FRÍ er að hlúa að afreksfólki almennt í frjálsum íþróttum og þá sérstaklega vonarstjörnum í yngri aldurshópum. 

Á myndinni (frá vinstri) má sjá Guðmund Karlsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Sindra Hrafn Guðmundsson Breiðabliki, Hilmar Örn Jónsson FH, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur FH, Vigdísi Jónsdóttur FH, Thelmu Lind Kristjánsdóttur ÍR, Kolbein Hörð Gunnarsson FH, Dagbjart Daða Jónsson ÍR, Anítu Hinriksdóttur ÍR, Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóra Valitor Ísland og Viðar Þorkelsson, forstjóra Valitor.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.