Frétt

24.05.2017|

Valitor verður áfram samstarfsaðili ÍSÍ

                           

Fulltrúar ÍSÍ og fulltrúar nýrrar Ólympíufjölskyldu skrifuðu undir samstarfssamninga mánudaginn 22. maí. Það eru fyrirtækin Icelandair, Sjóvá og Valitor sem hafa verið í Ólympíufjölskyldunni um árabil og nú bætast við Arion banki og Toyota.  Hafa þau öll undirgengist það að vera samstarfsaðilar ÍSÍ fram yfir Ólympíuleikana í Tokyo 2020. Ólympíufjölskyldan hefur til margra ára stutt dyggilega við bakið á ÍSÍ og íslenskri íþróttahreyfingu, með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi. Valitor og forveri þess Visa Ísland hafa verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfinguna frá stofnun félagsins fyrir rúmum 30 árum og í Ólympíufjölskyldunni frá byrjun.

Til baka