Frétt

16.01.2012|

Valitor verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ

Í dag endurnýjaði  VALITOR samstarfssamning sinn við  Handknattleikssamband Íslands og verður því áfram einn af aðalstyrktaraðilum sambandsins.  Í yfir  tvo áratugi hefur Valitor, styrkt dyggilega við starfsemi HSÍ og hefur samstarfið ávallt verið farsælt fyrir báða aðila. 

Þeir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Guðmundur B. Ólafsson,  varaformaður HSÍ undirrituðu samstarfssamninginn.

„Við hjá Valitor erum stolt af því að vera áfram þátttakendur í þessari spennandi vegferð íslenska Handboltalandsliðsins og óskum þeim velfarnaðar á árinu“   segir Viðar Þorkelsson, forstjóri VALITOR.
 
Samtímis tilkynnti Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari um 17 manna  hóp sem heldur til þátttöku á Evrópumótinu í Serbíu sem hefst 15. janúar n.k.

Á myndinni eru Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Guðmundur B. Ólafsson varaformaður HSÍ en þeir undirrituðu samstarfssamninginn

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.