Um Valitor

Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna. Valitor starfar á alþjóðlegum vettvangi í nánu samstarfi við fjártæknifyrirtæki (fintech) í fremstu röð. Meginhlutverk fyrirtækisins er að gera viðskipti einföld, fljótvirk og örugg.

Fyrirtækið er byggt á grunni starfsemi VISA Íslands sem stofnað var árið 1983 af fimm bönkum og þrettán sparisjóðum. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið verið rekið undir heitinu Valitor hf. Gildin okkar - frumkvæði, traust og samvinna - knýja samhentan hóp um 350 starfsmanna á starfsstöðvum Valitor á Íslandi, Bretlandi og í Danmörku.

Færslukerfi Valitor tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA og MasterCard og tengir þannig saman söluaðila, korthafa og banka um allan heim.

Starfsemi Valitor er skipt í þrjár afkomueiningar: Valitor Direct Channels, Valitor Global Partnerships og Valitor Ísland. Stoðsviðin eru þrjú: Fjármál, Rekstur og Vöruþróun.

Valitor Direct Channel

Valitor Direct Channel sér um rekstur dótturfélaganna AltaPay,  IPS  og Chip and Pin Solutions sem eiga það sameiginlegt að vera í beinu viðskiptasambandi við kaupmenn víðsvegar í Evrópu.

Valitor Global Partnership

Sölu-og markaðsstarf Global Partnership hefur aðsetur í London og sinnir þaðan erlendum samstarfsaðilum Valitor í færsluhirðingu og útgáfu. Valitor GP er rekið sem sér eining og hefur rekstrarleyfi breska fjármála-eftirlitsins.

Valitor Ísland

Starfsemi Valitor Ísland samanstendur af Fyrirtækjasviði Valitor og Kortaútgáfusviði Valitor. Fyrirtækjasvið er ábyrgt fyrir sölu og viðskiptatengslum við nýja og núverandi viðskiptavini sem eru í rekstri á íslenskum markaði og þurfa hagnýtar lausnir á sviði greiðslukortaviðskipta. Kortaútgáfusvið annast vinnslu og útgáfu greiðslukorta fyrir banka og sparisjóði innanlands


Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.