Hraðbankar

VISA/MasterCard korthafar geta tekið út reiðufé í yfir 130 löndum um allan heim.

Lista yfir hraðbanka innanlands er að finna hjá: Landsbankanum, Arion bankaÍslandsbanka og Sparisjóðnum

Listi yfir hraðbanka erlendis

Leiðbeiningar um notkun hraðbanka

Fylgið leiðbeiningum hraðbankans um hvernig skuli bera sig að því að til eru margar útfærslur af hraðbönkum. Í flestum tilfellum er ferlið þetta: Setja kortið í hraðbankann, slá inn pinn númerið, velja upphæð, taka við peningunum og kvittun. Munið eftir að taka kortið aftur. Öryggi hraðbanka

Pinn númer

Allar úttektir í hraðbönkum eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum og þegar örgjörvi er nýttur í stað segulrandar eru háðar notkun leyninúmers (PIN). 

Allir bankar og sparisjóðir birta pinn númer í netbanka. Þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta fengið pinn númerið endurútgefið hjá sínum viðskiptabanka/sparisjóði, ef mikið liggur við er hægt að koma í afgreiðslu Valitor, Dalshrauni 3 og fá númerið endurútgefið meðan beðið er. Gjald fyrir endurútgefið pinn númer er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. Einnig er hægt að fá pinn númerið sent heim gegn sama gjaldi. 
Úttektir innanlands

Úttektir innanlands eru háðar reglum hvers útgefanda. Í gildi eru hámörk úttekta á dag og á úttektartímabili, mishá eftir tegund korta.

Úttektartímabil reiðufjár er jafnan frá 22. hvers mánaðar til 21. þess næsta. Kostnaður vegna úttekta er skv. gjaldskrá útgefanda.

Sömu reglur gilda um úttektarmörk plúskorta og annarra korta. Ekki er innheimt þóknun, einungis úttektargjald. Öryggi hraðbanka

Úttektir erlendis

Úttektir erlendis eru háðar reglum hvers útgefanda. Í gildi eru hámörk úttekta á dag og á úttektartímabili, mishá eftir tegund korta. Úttektir erlendis eru háðar reglum í hverju landi fyrir sig. Úttektargjald er skv. gjaldskrá. Öryggi hraðbanka

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.