Á leið í fríið

Er ég með rétta kortið?
Athugaðu hvort þú færð aukin ferðafríðindi með því að skipta um kort.

Hvernig ferðatryggingu er ég með?
Ferðatryggingar eru mismunandi eftir kortategundum. Kynntu þér hvaða ferðatryggingu þitt kort innifelur.

Manstu pinn númerið þitt?
Nauðsynlegt til að geta tekið út úr hraðbönkum eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum og þegar örgjörvi er nýttur í stað segulrandar. Með innslætti á pinn númeri samþykkir korthafi þau viðskipti sem tilgreind eru. Þú getur fengið það sent heim ef þú pantar það.

Hvernig finn ég hraðbanka í útlöndum?
Skoðaðu alþjóðlegu hraðbankaskrána

Er vegabréfið mitt í gildi?
Af fenginni reynslu er öllum ráðlagt að skoða vegabréfið sitt áður en lagt er af stað. Þú kemst ekki langt án þess!

Ef þú lendir í neyð...
Slys eða viðlagaþjónusta, sími: +45 7010 5050
Týnt/stolið kort, sími: +354 525 2211

Frekari upplýsingar á síðunni Neyðarþjónusta

Þegar þú kemur heim
Ef reikningurinn reynist óþægilega hár við heimkomu getur þú sótt um greiðsludreifingu í viðskiptabanka/sparisjóði þínum. Beiðnin má vera símleiðis en þarf að berast tímanlega fyrir eindaga.

 

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.