Móttaka korta

Staðfest með pinni

Meirihluti verslana taka á móti kortum með því að lesa örgjörva og korthafi staðfestir með því að slá inn pinn númerið sitt.

Undirskrift korthafa

Afar mikilvægt er að undirskrift korthafa sé athuguð, en nokkur brögð eru að því að afgreiðslufólk sé ekki nægilega árvakurt í þeim efnum. Undirskrift korthafa er staðfesting hans á úttektinni.

Myndin á kortinu

Öll greiðslukort bera mynd af korthafa og honum er einum heimil notkun þess. Brýnt er að afgreiðslufólk sé á varðbergi gagnvart þessu. Misnotkun á greiðslukortum varðar við lög.

Gildistími korts

Á greiðslukortum kemur skýrt fram til hvaða tíma kortið gildir, en það rennur út í lok þess mánaðar sem skráður er á kortið. Mikilvægt er að afgreiðslufólk skoði gildistíma korts.

Hringt eftir heimild

Samningsnúmer söluaðila kemur fram á samningnum sem gerður er um móttöku á kortum. Mikilvægt er að allir sem vinna við afgreiðslu á sölustað þekki samningsnúmerið, sem ætíð þarf að gefa upp, ef heimildar er leitað símleiðis.

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.