Öryggi

Öryggisatriði varðandi móttöku korta þegar korthafi/kort er ekki á staðnum

Á Íslandi eru svik í kortaviðskiptum sem betur fer fátíð samanborið við önnur lönd.  Þau fara þó vaxandi og þess vegna er full ástæða til þess að hafa varann á, sérstaklega þegar um netviðskipti og símgreiðslur er að ræða. Það er á ábyrgð söluaðila að réttur aðili sé viðtakandi þeirrar vöru/þjónustu sem pöntuð  er.  

Til þess að minnka hættuna á að fyrirtæki þitt verði fyrir tjóni vegna kortasvika, er mikilvægt að þú og starfsfólk þitt séuð  vakandi fyrir þeirri hegðun/atferli sem helst einkennir sviksamlegar færslur.

 

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.