Reglulegar greiðslur

Reglulegar greiðslur

Valitor býður söluaðilum lausnir til að innheimta með rafrænum hætti reglubundnar greiðslur eins og fasteignagjöld, áskriftir, tryggingar og símreikninga. Einnig lausnir sem að henta vel söluaðilum sem reka vefverslun og vilja losa reglulega viðskiptavini undan því að slá inn kortaupplýsingar í hvert skipti sem verslað er. Skiptir þá engu máli hvort um debet- eða kreditkortagreiðslur er að ræða.

Við höfum öryggi korthafa og söluaðila að leiðarljósi. Söluaðilar geta skipt út kortanúmerum fyrir sýndarnúmer í þeim tilgangi að auka öryggi við vistun kortaupplýsinga. Sýndarnúmer eru vistuð í gagnagrunni söluaðila. 

Fyrirtækjagreiðslur – Kortagreiðslur frekar en greiðsluseðlar

Fyrirtækjagreiðslur er vefþjónusta sem gefur söluaðila kost á að taka á móti kortagreiðslum án þess að korthafi gefi upp kortanúmer við hverja greiðslu. Fyrirtækjagreiðslur eru einnig tilvalin lausn fyrir þá sem að innheimta reglulegar greiðslur og geta þá sent innheimtu upplýsingar beint úr sínu kerfi til Valitor. 

Þetta eykur sparnað og sjálfvirkni með fækkun greiðsluseðla. Allar sölur eru heimildarleitaðar í rauntíma.

Sækja um Fyrirtækjagreiðslur

Boðgreiðslur – tímasparnaður og sjálfvirkni

Boðgreiðslur henta vel fyrir söluaðila til að innheimta með rafrænum hætti reglubundnar 
greiðslur eins og fasteignagjöld, áskriftir, tryggingar og símreikninga. Boðgreiðslur bjóða upp á fleiri möguleika í innheimtu og úrvinnslu, tímasparnað og meiri sjálfvirkni.

Söluaðili getur valið um tvær leiðir til innheimtu

  1. Hlaða inn boðgreiðsluskrá á Þjónustuvef í öruggu umhverfi Valitor
  2. Boðgreiðsluskrá er send sjálfvirkt úr kerfi söluaðila. Þessi lausn krefst forritunar
Skrárnar eru heimildarleitaðar af Valitor daglega og þær færslur sem ekki fæst heimild fyrir eru endursendar söluaðila eða staða þeirra er aðgengileg á þjónustuvef.  
 
Sækja um Boðgreiðslur

Auknar öryggiskröfur

Þegar söluaðili tekur á móti kortaupplýsingum á eigin vef eru auknar öryggiskröfur gerðar um að hann uppfylli PCI DSS öryggisstaðlana.  Í tilfellum eins og Fyrirtækjagreiðslum þá hefur Greiðsluveitan framkvæmt úttekt á greiðsluvirkni kerfisins. Rétt er að benda á  viðskiptaskilmála þessu til útskýringar.

Við sölu á netinu ber söluaðila að hafa í huga að réttur kaupandi sé á þeirri vöru og/eða þjónustu sem innt er af hendi og kynna sér vel viðskiptaskilmála söluaðila hjá Valitor.

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.