Snertilausar greiðslur

Snertilausar greiðslur í posum

Valitor kynnir nýja posalausn sem gerir söluaðilum kleift að taka við snertilausum greiðslum sem gerðar eru með korti eða síma. Söluaðilar eiga þess kost að fá uppfærslu á posabúnað sinn og geta þá boðið viðskiptavinum sínum að greiða með síma eða snertilausu korti auk hefðbundinna greiðsluleiða.

Snertilausar greiðslur henta sérstaklega vel þar sem lágar upphæðir eru algengar. Þá er hægt að afgreiða snertilaust, hratt og örugglega. Hærri upphæðir þarfnast innsláttar á pinni.

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.