Lausnir fyrir afgreiðslukerfi


Söluaðilar með afgreiðslukerfi geta fengið posa eða örgjörvalesara frá Valitor sem eru tengdir við afgreiðslukerfi

Hægt er að fá mismunandi lausnir, allt eftir stærð og umfangi hvers söluaðila.

  • Afgreiðslukerfið opnar nettengingu við posann
  • Afgreiðslukerfið sendir upphæð á posann ásamt tegund aðgerðar, þ.e. sala, ógilding og endurgreiðsla
  • Korthafi setur kortið sitt í örgjörvalesarann og staðfestir færsluna með PIN-númeri
  • Posinn sækir heimild og sendir hann sölu upplýsingar til afgreiðslukerfisins
  • Í lok dags getur afgreiðslukerfið sent textaskeyti á posann og látið hann senda inn bunka  

Nýjung:  Snjallposi - snjöll lausn sem færir þjónustuna nær viðskiptavininum

  • Starfsmaður getur tekið pöntun í sal eða afgreitt vöru úti í búð með viðskiptavininum
  • Hægt er að skipta greiðslu eða nýta aðra kosti afgreiðslukerfis í snjalltæki
  • Öll þjónusta og greiðsla á sér stað þar sem viðskiptavinurinn er – engar raðir við kassann
  • Lausnin er forrituð á móti afgreiðslukerfum og keyrir á snjalltækjum (iPad/iPhone/iPod touch)
  • Tvær öryggisvottaðar gerðir af Posum í boði sem tengjast þráðlaust við snjalltæki 

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.