Kortalán

Einföld og örugg greiðsludreifing við kaup á vöru og þjónustu

Söluaðilar hjá Valitor geta boðið bæði VISA og MasterCard korthöfum greiðsludreifingu með Kortalánum.

  • Kortalán fyrir viðskiptavini með eða án vaxta
  • Greiðslur til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram
  • Greiðsluskipting fyrir vaxtalaus Kortalán 2-12 mánuðir
  • Greiðsluskipting fyrir Kortalán með vöxtum 3-36 mánuðir

Söluaðili útbýr Kortalán á Þjónustuvef Valitor en Valitor lánar korthöfum.

Afgreiðsla Kortalána er hröð og einföld og afgreidd á Þjónustuvef Valitor. Lántaki getur undirritað kortalánasamning með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þeir lántakendur sem geta ekki undirritað með rafrænum skilríkjum í  geta engu að síður undirritað kortalánasamning á pappírsformi.

Fjárhæð Kortalána miðast við úttektarheimild og viðskiptasögu korthafa en þó að hámarki:

  • Kr. 500.000.- fyrir korthafa yngri en 25 ára (lántökukostnaður meðtalinn)
  • Kr. 1.000.000.- fyrir korthafa 25 ára og eldri (lántökukostnaður meðtalinn)

Til að geta boðið Kortalán þarf söluaðili að vera með samstarfssamning við Valitor og aðgang að Þjónustuvef.

Kortalánareiknir

Reiknivél fyrir Kortalán

 

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.