Fyrirtæki

Valitor Fyrirtækjasvið

Fyrirtækjasvið eru ábyrgt fyrir sölu og viðskiptatengslum við nýja og núverandi viðskiptavini sem eru í rekstri á íslenskum markaði og þurfa hagnýtar lausnir á sviði greiðslukortaviðskipta.

Tengsl við viðskiptavini og þekking á þörfum þeirra eru lykilatriði í þjónustu Fyrirtækjasviðs. Þess vegna er starfsfólk Valitor ávallt að þróa og efla þjónustu fyrirtækisins til viðskiptavina sinna, báðum aðilum til hagsbóta.

Markmið Fyrirtækjasviðs er að uppfylla þarfir viðskiptavina Valitor óháð stærð og formi rekstursins og gera þeim kleift að spara tíma og fyrirhöfn.

Færsluhirðing

Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila. Valitor veitir söluaðilum heimildaþjónustu, sér um vinnslu á færslum og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi.

Færslukerfi Valitor tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA og MasterCard og tengir þannig saman söluaðila, korthafa og banka um allan heim.

Kortagreiðslur

Kortagreiðslur fela í sér hefðbundna notkun á debet- og kreditkortum. Kortaupplýsingar eru lesnar af örgjörva á rafrænan hátt í gegnum posa og afgreiðslukerfi.

  • Greiðslukortaviðskipti geta minnkað kostnað ásamt því að draga úr áhættu sem fylgir því að hafa peninga í þinni vörslu. 
  • Það vill enginn vera með mikið af peningaseðlum á sér. 
  • Greiðslukort veita aukin þægindi og sveigjanleika.
  • Það er fljótlegra að greiða með korti en peningum sem leiðir til styttri biðraða og ánægðari viðskiptavina.

Hægt er að sækja um samstarfssamning á heimasíðu Valitor. Afgreiðsla samnings tekur um 1–2 virka daga. Þú þarft að framvísa gildum persónuskilríkjum við undirritun samstarfssamnings.

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Nánari upplýsingar um vefkökur.