Frétt

26.04.2018|

Sölustjóri á fyrirtækjasviði

Valitor auglýsir laust til umsóknar starf sölustjóra á fyrirtækjasviði. Sölustjóri ber ábyrgð á stýrir söluteymi fyrirtækjasviðs og heyrir undir framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Hann er hluti af teymi sem hefur að markmiði að þróa vörur og lausnir fyrirtækjasviðs til að mæta kröfum á markaði sem er að taka örum breytingum. Við leitum að árangursdrifnum einstaklingi sem á auðvelt með að hrífa fólk með sér, fagnar sigrum og er alltaf til í að gera betur. 

Starfslýsing: 

 • Skipulag og ábyrgð á sölumálum fyrirtækjasviðs
 • Dagleg stýring á sölumálum
 • Viðhalda og efla tengsl við viðskiptavini
 • Söluáætlanir og árangursmælingar
 • Ber ábyrgð á tilboðsgerð og útreikningum
 • Greining sölutækifæra
 • Þátttaka í vöruþróun

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á sviði viðskipta
 • Reynsla af sölustjórnun
 • Mikill þjónustuvilji og færni í myndum viðskiptatengsla
 • Rík krafa er gerð um þekkingu á Microsoft Office 
 • Þekking á færsluhirðingu kostur
 • Haldbær þekking á algengustu viðskiptalausnum söluaðila
 • Árangursdrifni og vilji til framkvæmda

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí nk.

Umsókn og nánari upplýsingar

 

Til baka