Frétt

08.01.2018|

Laust starf hjá Valitor

Sérfræðingur í viðskiptagreind

Valitor óskar eftir að ráða sérfræðing í viðskiptagreind.

Viðskiptagreindarumhverfi Valitor byggir að mestu leyti á Microsoft lausnum og SAP Business Objects.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á greiningu og hagnýtingu gagna og að útfæra lausnir sem auka skilvirkni og yfirsýn.

Helstu verkefni

 • Þróun, rekstur og uppbygging á vöruhúsi gagna fyrir Valitor samstæðuna
 • Þróun og uppbygging viðskiptagreindarlausna Valitor
 • Framsetning upplýsinga með aðstoð verkfæra á borð við SAP Business Objects, Microsoft Reporting Services og Power BI
 • Þarfagreining og skjölun

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla á gagnagrunnum og uppbyggingu á vöruhúsi gagna
 • Reynsla af þróun og rekstri í SQL Server Integration Services
 • Reynsla af skýrslugerð í SAP Business Objects, Microsoft Reporting Services, Excel og/eða Power BI
 • Reynsla og smíði OLAP kubba í SQL Analysis Services er kostur
 • Reynsla af notkun Microsoft Azure viðskiptagreindar lausna er kostur
 •  Jákvæðni, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar

Til baka