Frétt

29.12.2017|

Laust starf hjá Valitor

Valitor óskar eftir að ráða viðskiptastjóra á fyrirtækjasviði Valitor Íslands.

Starfssvið:
 • Sala á greiðslulausnum Valitor.
 • Umsjón með stærri viðskiptavinum
 • Gagnagreining og framlegðarútreikningar
 • Samskipti og samningagerð
 • Endurgjöf til sölustjóra og þátttaka í skipulagningu á sölu- og markaðsmálum innan sviðsins
Menntun og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Farsæl reynsla af sölu er skilyrði
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Reynsla af Business Object eða sambærilegu kostur
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2018.

Umsókn og nánari upplýsingar
 
 

 

Til baka