Frétt

03.11.2017|

Laust starf hjá Valitor

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneytið okkar í Dalshrauni í Hafnarfirði.
 
Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi með góða samskiptahæfileika sem getur unnið undir álagi og í hóp.

Um framtíðarstarf er að ræða.
 
Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Matreiðsla fyrir hádegismat
  • Umsjón með kaffitorgum og salatbar
  • Frágangur og uppvask
  • Veitingar fyrir fundi

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Brennandi áhugi og reynsla af matreiðslu
  • Mikil þjónustulipurð og samskiptafærni
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku

Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk.

Umsókn og nánari upplýsingar  

Til baka