Frétt

12.05.2017|

Laust starf hjá Valitor

Sérfræðingur í umsóknarteymi

 
 

Leitað er eftir kraftmiklum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í alþjóðlegu starfsumhverfi.

 

Starfssvið:

  • Áreiðanleikakannanir og áhættumat á viðskiptavinum í umsóknarferli
  • Dagleg samskipti við samstarfsaðila í tengslum við umsóknarferil nýrra og núverandi viðskiptavina
  • Uppsetningar og breytingar á viðskiptavinum og samstarfsaðilum í kerfum Valitor
  • Utanumhald og þróun umsóknarferils Valitor í viðeigandi kerfum

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun er kostur
  • Gott vald á ensku í ræðu og riti
  • Þekking á fjármálum fyrirtækja er kostur
  • Talnaglöggur einstaklingur með góða almenna tölvukunnáttu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í hóp

 

Um tímabundið starf til eins árs er að ræða.

 

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2017.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgit Jóhannsdóttir, deildarstjóri viðskiptareksturs.

Sími: 525 2000

Til baka