Frétt

04.04.2017|

Framlag Valitor til fjármálalæsis

Evrópska peningavikan var í síðustu viku  og var fjármálalæsi ungs fólks í eldlínunni á alþjóðavísu. Vakin var athygli á málefninu af ýmsum aðilum og hreyfingum um allan heim. Eins og fyrri ár vildi SFF (Samtök fjármálafyrirtækja) vekja athygli almennings á Fjármálaviti og vekja unglinga til umhugsunar um fjármál og fyrirhyggju. Fjármálavit er ungmennafræðsluverkefni SFF og hafa á annað hundrað starfsmenn aðildarfélaganna tekið þátt í að kynna það í öllum grunnskólum landsins og leiðbeint nemendum í 10. bekk að leysa verkefni tengd fjármálalæsi. Í síðustu viku heimsótti Fjármálavit Áslandsskóla hér í Hafnarfirði og var það skóli númer 100 í vetur. Eins og talan gefur til kynna, er Fjármálavit geysi vinsælt og árangursrík viðbót við námskrá grunnskólanna.

Valitor hefur tekið þátt í Fjármálaviti frá upphafið eða síðan febrúar 2015.  Við lítum svo á að þátttaka okkar í því að efla fjármálalæsi ungs fólk sé afar mikilvæg og þátttaka í Fjármálavit í samvinnu með starfsfólki fjármálafyrirtækja er gefandi og sjálfsagt framlag til samfélagsins. Átta starfsmenn hafa tekið þátt frá upphafi þau, Reynir B. Egilsson, Sandra Eðvarðsdóttir, Anna Gyða Pétursdóttir, Randver Fleckenstein, Albert Þór Guðmundsson, Tómas Sigurðsson, Kristín Erla Pétursdóttir og Harpa Vífilsdóttir. Á komandi skólaári verður aftur tækifæri fyrir tvo til þrjá starfsmenn Valitor að taka við keflinu og taka þátt sem leiðbeinendur Fjármálavits. Allt kennslu- og námsefni er vandað og auðvelt að fylgja eftir þannig að undirbúningurinn er ekki ósvipaður því að lesa sér til í IKEA leiðbeiningum! 
 
Við hjá Valitor viljum foreldrum á afar skemmtilegt efni um fjármálalæsi s.s.Tíkallinn sem eru tíu stutt myndbönd um fjármál og snúast um að auka fjármálalæsi barna á aðgengilegan og skemmtilegan hátt og var sýnt á KrakkaRÚV  í síðustu víku. Tíkallinn er aðgengilegur á krakkaruv.is/tikallinn.
Einnig er hægt að skoða fleiri myndbönd og fá alla upplýsingar um Fjármálavit hér.


Til baka