Frétt

23.03.2017|

Niðurstaða athugunar FME á eftirliti hjá Valitor

Valitor hefur borist niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins  á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
„Það var niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að framkvæmd, verklag og eftirlit Valitor hf. í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis sé í samræmi við þær meginkröfur sem gerðar eru í lögum nr. 64/2006, sbr. einnig leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 
Samkvæmt athugun Fjármálaeftirlitsins voru þeir þættir sem vettvangsathugunin beindist að almennt í góðu horfi og telur Fjármálaeftirlitið að stjórnendur Valitor hafi gott viðhorf til eftirlits.“

Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins í heild sinni
Til baka