Frétt

17.01.2017|

Viðskiptaskilmálar söluaðila hafa verið uppfærðir

TILKYNNING UM UPPFÆRÐA VIÐSKIPTASKILMÁLA

Valitor hf. tilkynnir breytingu á almennum viðskiptaskilmálum söluaðila þar sem er leitast við að einfalda uppsetningu til að auka skýrleika þeirra. Nýju skilmálarnir gilda frá 1. febrúar 2017.

Nokkrar breytingar voru gerðar á viðskiptaskilmálunum. Einna helst má nefna eftirfarandi atriði:

Almennir skilmálar

  • Kaflinn um raðgreiðslur var tekinn út en kafli um kortalán kom inn með síðustu uppfærslu á viðskiptaskilmálunum en kortalán er vara sem Valitor vísaði áður til sem raðgreiðslur.
  • Nú er sérstaklega kveðið á um heimild Valitor að rifta samningi fyrirvaralaust komi til vanefnda söluaðila á greiðslu gjalda sem varir lengur en í 30 daga.
  • Komi til þess að skuldbindingar söluaðila eru gjaldfelldar getur Valitor skuldajafnað sérhverri réttmætri kröfu á hendur söluaðila gagnvart sérhverjum kröfum söluaðila vegna viðskiptasambands aðila þvert á samninga.
  • Söluaðilar kynni sér sérstaklega verklagsreglur Valitor vegna viðskipta við bílaleigur og hótel sem birtar eru á vefsíðu Valitor, www.valitor.is
  • Nýjum kafla um netviðskipti hefur verið bætt við viðskiptaskilmálana.
  • Vanefnd á einum samstarfssamningi jafngildir nú vanefnd á öðrum samstarfssamningi eða samstarfssamningum sem skráðir eru á sömu kennitölu.
Sérskilmálar

  • Kortalán - krefji söluaðili korthafa um sérstaka þóknun vegna kortalána skal söluaðili upplýsa Valitor um fjárhæð hennar.
Ofangreind upptalning er ekki tæmandi og inniheldur einungis stærstu breytingar skilmálanna að mati Valitor. 

Valitor hvetur því alla söluaðila til að lesa breyttu viðskiptaskilmálana vel yfir og kynna sér þá vandlega.

Til baka