Frétt

14.12.2016|

Vefverslun á Já.is með Greiðslusíðu Valitor

Nýr og breyttur Já.is var opnaður í dag, nú er jafn auðvelt að kaupa eins og að leita á Já.is. Frá og með deginum í dag er hægt að versla vöru og þjónustu á Já.is, um er að ræða nýjung á Íslandi, viðskiptalausn sem felur það í sér að fyrirtæki geta nú boðið notendum Já.is vörur og þjónustu til kaups á vefsíðunni. Já hefur þróað þjónustuna í samstarfi við Valitor og hefur hún fengið heitið Já takk!  Smella og sækja.  Notendur ganga frá kaupum á vefnum, fá sent til sín inneignarbréf með tölvupósti og sækja svo vöruna til söluaðila. Vöru- og þjónustuúrvalið er jafn fjölbreytt og þau fyrirtæki sem finnast á Já.is. 
Samhliða þessari nýjung hefur vefsíðan Já.is verið uppfærð auk þess hefur leitartækni og framsetning niðurstaðna á Já.is verið breytt talsvert með það að marki að gera upplifun notenda enn betri.                                                                                 
„ Við höfum séð mikinn vöxt í netverslun undanfarin ár og Íslendingar eru heldur betur að taka við sér í þeim efnum. Það er ánægjulegt að geta boðið fyrirtækjum þann möguleika að selja vörur sínar og þjónustu á Já.is þar sem í hverri viku eru framkvæmdar yfir 800 þúsund leitir.  Fyrir okkur var það rökrétt viðbót við þá þjónustu sem Já.is veitir að opna fyrir viðskipti og gera notendum kleift að klára kaupin á Já.is með einföldum hætti“  segir Margrét Gunnlaugsdóttir vöru og viðskiptaþróunarstjóri Já. 
„Valitor er alþjóðlegt greiðslumiðlunarfyrirtæki sem hefur verið leiðandi í því að þróa ýmiskonar hugbúnaðarlausnir. Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að vinna með Já að því að bjóða upp á slíka lausn á okkar heimamarkaði.  Við sjáum smella & sækja tæknina vera að ryðja sér til rúms samhliða aukinni vefverslun alþjóðlega og hlökkum til að vinna með fyrirtækjum að því að gera hana sem besta hérlendis.“  Segir Sigurður Ingvar Ámundason framkvæmdastjóri vöruþróunar og nýsköpunar hjá Valitor
„ Við kynntum smella & sækja lausnina fyrir okkar viðskiptavinum nýverið og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa og strax við opnun bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu til sölu í gegnum Já.is, sem dæmi má nefna bækur, snyrtivörur, raftæki, fatnað og máltíðir á veitingastöðum. Hreyfing heilsulind býður til dæmis sölu heilsu- og slökunarnudd, sem ég trúi að margir gætu haft gott af í jólaösinni framundan,“ segir Margrét ennfremur.
Til baka