Frétt

09.12.2016|

Valitor styrkir Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu

Stjórn Valitor hefur ákveðið að styrkja Jólaaðstoð fyrir fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu um eina milljón króna. 

Jólaaðstoðin er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Félögin hafa undanfarin 4 ár unnið saman að þessu verkefni. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v: Sigrún Jónsdóttir, viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, Hafsteinn Jakobsson Rauðakrossinum, Sigríður M. Jóhannsdóttir, Mæðrastyrksnefnd og Birna Vilbergsdóttir, Hjálpræðishernum. 

Til baka