Frétt

06.12.2016|

Laust starf Þjónustustjóra

Valitor leitar að þjónustustjóra í tækniþjónustu á rekstrarsviði. Tækniþjónusta sinnir daglegum rekstri og vöktun á kerfum og búnaði Valitor ásamt þjónustu við bæði innri og ytri viðskiptavini.
 
Deildin er tvískipt þar sem annar hópurinn sinnir þessum verkefnum í dagvinnu og hinn hópurinn gengur vaktir til að tryggð sé mönnun allan sólarhringinn.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2016

Umsókn og nánari upplýsingar

Til baka