Týnt eða fundið kort

Glatist kort ber korthafa að tilkynna það tafarlaust til viðskiptabanka/-sparisjóðs eða Valitor. Í leiðinni er hægt að óska eftir nýju korti.

Ef korthafi, sem tilkynnir kreditkort sitt glatað, telur hugsanlegt að hann finni kortið aftur er hægt að loka kortinu tímabundið. Þá er honum gefið upp leyninúmer sem hann getur notað ef hann vill láta opna kortið aftur.