Áhættustýring

Áhættustýring

Kortasvik eru viðvarandi vandamál í heiminum í dag.  Til þess að sporna við kortasvikum þarf Valitor í undantekningar tilfellum að grípa til sérstakra ráðstafana sem geta haft áhrif á úttektir korthafa í útlöndum þrátt fyrir að næg heimild sé á kortinu. Til þess að koma í veg fyrir að verða fyrir slíkum óþægindum geta korthafar haft samband við þjónustuver Valitor og/ eða við sinn viðskiptabanka og tilkynnt um fyrirhuguð ferðalög til dæmis til Bandaríkjanna. 

Þeir korthafar sem fá synjun á úttektir í útlöndum geta haft samband við þjónustuver Valitor allan sólarhringinn alla daga ársins í síma 525-2000.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á valitor@valitor.is til að fá úrlausn sinna mála.  Það kemur fyrir að starfsmenn þjónustuvers Valitor þurfi í einstaka tilfellum að hafa samband við korthafa til þess að staðfesta erlenda notkun kortanna ef grunur leikur um að um sviksamlegar færslur séu að koma inná kortareikning viðkomandi.