Þjónusta og aðstoð

Glatað/stolið

Á opnunartíma bankanna hringir korthafi í sinn viðskiptabanka/sparisjóð og tilkynnir kortið glatað/stolið, en eftir lokunartíma bankans er hægt að hringja til Valitor. 

Neyðarþjónusta

Allir handhafar korta útgefnum af Valitor njóta þjónustu SOS, viðlaga og neyðarþjónustu. Slysa- og sjúkraþjónustan er hluti af ábyrgðarþætti ferðatrygginga korthafa. Tilkynna skal SOS svo fljótt sem verða má um alvarleg slys eða veikindi til að fá aðstoð.

Sími: +45 7010 5050.

Neyðarkort

Korthafar á ferð erlendis sem glata kortum sínum eða þeim er stolið geta hringt í Valitor allan sólarhringinn og fengið fullgild kort send með hraðflutningsþjónustu DHL. Pinn númerið fær korthafi uppgefið hjá Valitor þegar kortið er komið í hendur viðtakanda gegn staðfestingu að um réttan korthafa sé að ræða. Gjald fyrir neyðarkort er skv. verðskrá Valitor hverju sinni.

Neyðarfé

Neyðarfé er afgreitt í gegnum Global Customer Assistance Service (GCAS) VISA í Baltimore sem er í samvinnu við afgreiðslustaði Western Union um allan heim. Valitor sér um milligöngu á afgreiðslu neyðarfjár. Gjald fyrir neyðarfé er skv. verðskrá Valitor hverju sinni

Debetkort

Á opnunartíma bankanna hringir korthafi í sinn viðskiptabanka/sparisjóð og tilkynnir kortið glatað/stolið, en eftir lokunartíma bankans er hægt að hringja í þjónustuver Valitor. Ef þörf er á neyðarþjónustu erlendis getur korthafi fengið neyðarfé og er sú upphæð takmörkuð við innistæðu á reikningi eiganda. Einungis er hægt að veita neyðarþjónustu vegna debetkorta á opnunartíma banka.