Kortalán
Einföld og örugg greiðsludreifing við kaup á vöru og þjónustu
Söluaðilar hjá Valitor geta boðið bæði VISA og MasterCard korthöfum greiðsludreifingu með Kortalánum.
- Kortalán fyrir viðskiptavini með eða án vaxta
- Greiðslur til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram
- Greiðsluskipting fyrir vaxtalaus Kortalán 2-12 mánuðir
- Greiðsluskipting fyrir Kortalán með vöxtum 3-36 mánuðir
Söluaðili útbýr Kortalán á Þjónustuvef Valitor en Valitor lánar korthöfum.
Afgreiðsla Kortalána er hröð og einföld og afgreidd á Þjónustuvef Valitor. Lántaki getur undirritað kortalánasamning með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þeir lántakendur sem geta ekki undirritað með rafrænum skilríkjum í geta engu að síður undirritað kortalánasamning á pappírsformi.
Fjárhæð Kortalána miðast við úttektarheimild og viðskiptasögu korthafa en þó að hámarki:
- Kr. 500.000.- fyrir korthafa yngri en 25 ára (lántökukostnaður meðtalinn)
- Kr. 1.000.000.- fyrir korthafa 25 ára og eldri (lántökukostnaður meðtalinn)
Til að geta boðið Kortalán þarf söluaðili að vera með samstarfssamning við Valitor og aðgang að Þjónustuvef.
Kortalánareiknir
Reiknivél fyrir Kortalán