Greiðslusíða

Einföld lausn við móttöku greiðslukorta á netinu

Korthafi er fluttur yfir á Greiðslusíðu Valitor þegar kemur að greiðslu. Þar eru kortaupplýsingar skráðar og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu, berst staðfesting til viðskiptavinar og söluaðila. 

  • Einföld lausn fyrir alla sem vilja opna vefverslun
  • Einfaldar tengingar við Shopify og WooCommerce (WordPress)
  • Greiðslur eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Valitor
  • Uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana
  • Möguleiki á móttöku greiðslna í erlendum gjaldmiðlum
  • Hægt að skoða allar hreyfingar og færslur á Þjónustuvef Valitor
  • Hægt að taka á móti debet- og kreditkortum

Við sölu á netinu ber söluaðila að hafa í huga að réttur móttakandi sé á þeirri vöru og/eða þjónustu sem innt er af hendi og kynna sér vel viðskiptaskilmála söluaðila hjá Valitor.

Aukið öryggi

Söluaðili  þarf hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna. Greiðslusíða Valitor tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina vefverslana séu meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila. Söluaðili þarf að framkvæma einfalt PCI DSS sjálfsmat.

Nánari upplýsingar á www.kortaoryggi.is


Dæmi um greiðslusíðu

Sækja um greiðslusíðu