Greiðslugátt

Lausn við móttöku greiðslukorta á netinu fyrir stærri vefverslanir.

  • Hentar stærri og umfangsmeiri vefverslunum
  • Greiðsluferli og heimildaleit á vefsíðu söluaðila
  • Samskipti í gegnum xml vefþjónustu
  • Lausnin uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana
  • Möguleiki á móttöku greiðslna í erlendum gjaldmiðlum
  • Hægt að skoða allar hreyfingar og færslur á Þjónustuvef Valitor
  • Hægt að taka á móti debet- og kreditkortum

Viðskiptavinur velur vöru eða þjónustu á vefsíðu söluaðila og skráir kortaupplýsingar. Vefkerfi söluaðila sendir upplýsingarnar á Greiðslugátt Valitor þar sem greiðslan fer fram. 

Auknar öryggiskröfur

Þar sem söluaðili tekur á móti kortaupplýsingum á sínum vef eru auknar öryggiskröfur gerðar til söluaðila um að hann uppfylli PCI DSS öryggisstaðlana og Greiðsluveitan hf. geri úttekt á greiðsluvirkni kerfisins. Rétt er að benda á  viðskiptaskilmála þessu til útskýringar.

Við sölu á netinu ber söluaðila að hafa í huga að réttur móttakandi sé á þeirri vöru og/eða þjónustu sem innt er af hendi og kynna sér vel  viðskiptaskilmála söluaðila hjá Valitor.