Fyrirtækjagreiðslur

Kortagreiðslur frekar en reikningsviðskipti

Fyrirtækjagreiðslur er vefþjónusta sem gefur þér kost á að taka á móti hvort sem er kredit og/eða debetkortagreiðslum án þess að korthafi gefi upp kortanúmer við hverja greiðslu.

  • Örugg greiðsluaðferð
  • Sýndarnúmer í stað raunverulegra kortanúmera
  • Fækkun á greiðslu- og gíróseðlum
  • Allar sölur heimildaleitaðar

Aukið öryggi

Kortanúmerum er skipt út fyrir sýndarnúmer sem Valitor úthlutar í þeim tilgangi að auka öryggi við vistun kortaupplýsinga. Sýndarnúmer eru geymd í gagnagrunnum söluaðila.

Auknar öryggiskröfur

Þar sem þú tekur á tekur á móti kortaupplýsingum á þínum vef eru auknar öryggiskröfur gerðar til um að hann uppfylli PCI DSS öryggisstaðlana og Greiðsluveitan hf. geri úttekt á greiðsluvirkni kerfisins. Rétt er að benda á  viðskiptaskilmála þessu til útskýringar.

Við sölu á netinu ber þér að hafa í huga að réttur kaupandi sé á þeirri vöru og/eða þjónustu sem innt er af hendi og kynna sér vel  viðskiptaskilmála söluaðila hjá Valitor.