Debetkort á netinu

Móttaka á bæði Visa Electron og Maestro kortum

Núna geta söluaðilar boðið viðskiptavinum sínum að nota debetkort, bæði Visa Electron og Maestro í gegnum Greiðslusíðu og Greiðslugátt Valitor.

Valitor býður upp á lausnina við móttöku greiðslukorta á netinu, hvort sem er fyrir stærri vefverslanir eða minni.

Fyrir söluaðila með Greiðslusíðu þá opnum við fyrir lausnina á einfaldan hátt en fyrir söluaðila með Greiðslugátt þá þarf að forrita á móti lausninni.