Boðgreiðslur

Boðgreiðslur henta vel fyrir söluaðila til að innheimta með rafrænum hætti reglubundnar 
greiðslur eins og fasteignagjöld, áskriftir, tryggingar og símreikninga.

Söluaðili getur valið um tvær leiðir til innheimtu

1. Hlaða skrá inn á Þjónustuvef

Boðgreiðsluskrár færðar inn á Þjónustuvef söluaðila í öruggu umhverfi Valitor.

2. Vefþjónustur
 
Innsending úr kerfi söluaðila. Býður upp á fleiri möguleika í innheimtu og úrvinnslu, tímasparnað og meiri sjálfvirkni. Þessi greiðslulausn krefst forritunar.

Aukið öryggi

Söluaðilar geta skipt út kortanúmerum fyrir sýndarnúmer í þeim tilgangi að auka öryggi við vistun kortaupplýsinga.