Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Með setningu sérstakra reglna um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka leitast Valitor við að uppfylla í hvívetna ítrustu kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. 

Reglur félagsins eru settar á grundvelli hinna 40 almennu leiðbeinandi tilmæla FATF, hinna sérstöku leiðbeinandi tilmæla FATF, laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ásamt síðari breytingum, og á grunni tilskipunar EB nr. 60/2005. 

Markmið Valitor er að leitast við að hindra að rekstur og starfsemi félagsins eða dótturfélaga þess, verði notuð til að þvætta fjármuni eða til fjármögnunar hryðjuverka. 

Öllum starfsmönnum Valitor ber að kynna sér efni reglnanna og fylgja þeim í starfi sínu.